CV
Pálína Guðmundsdóttir
(Fullt nafn Guðrún Pálína Guðmundsdóttir)
Fædd og búsett á Akureyri.
Nám:
Gautaborgar háskóli, Svíþjóð:
Almenn málvísindi og hljóðfræði BA-próf 1983,
10 (15 ECT) einingar siðfræði, 20 (30 ECT) einingar sænska fyrir útlendinga.
Magistergráða málvísindi 1999.
Praktísk/ hagnýt menningarstjórnun 2000. Diplómanám (20 einingar, 30 ECT.)
Háskólinn á Akureyri:
Kennslufræði fyrir framhaldsskóla, 1999.
Impra: Eitt ár frumkvöðlanám 2004
Myndlistarskólinn á Akureyri 2009-2010 grafísk hönnun.
Myndlistarnám í Hollandi
AKI, Akademie voor kunst en industrie, Enchede, Hollandi. 1982-87.
Jan van Eyck Akademie, (post akademie) Maastricht, Hollandi. 1987-89.
Pálína rak ásamt eiginmanninum Joris Rademaker listagalleríð Gallerí+, Brekkugötu 35, á Akureyri síðan 1996. heimasíða: galleriplus.blog.is
Pálína hefur verið starfandi myndlistarmaður og búsett á Akureyri síðann 1991.Hún er fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri í 50% starfi. Þar sinnir hún einnig sýningarstjórnun, m.a. árlega er það sýningaröðin, Sköpun bernskunnar sem er samvinna barna 5-16 ára og starfsandi myndlistarmanna. Það verkefni kom til þegar Pálína sat í stjórn Myndlistarfélagsins (2009-2013) á Akureyri og sótti um lista- og fræðslustyrki til Menningarráðs Eyþings. Hún skipulagði þá fræðsludagskrá fyrir Myndlistarfélagið þar sem listamenn í Myndlistarfélaginu voru sendir í mismunandi fyrirtæki sem liður í listfræðslu. Einnig fyrir myndlistarsýninguna Sköpun bernskunnar, ásamt fræðsludagskrá í Sal Myndlistarfélagsins með mismunandi fyrirlesurum. Verkefnið/sýningin Sköpun bernskunnar, var samstarfsverkefni Myndlistarfélagsins, Myndlistarskólans og Leikfangasafnsins í Friðbjarnarhúsi. Sú sýning var svo endurvakin í Listasanfinu á Akureyri 2015 eins og fyrr segir og er orðin að árvissri sýningu/verkefni. Verkefnið var valið af mennta og menningarmálaráðuneytinu til þáttöku í ráðstefnu um barnamenningu á Dalvík, Menningarlandið 2017.
Pálína stjórnaði Listasumri á Akureyri árin 2000 og 2001 og skipulagði þá fjölda einka- og samsýninga listamanna. Auk margra annarra viðburða í öðrum listgreinum. Hún starfaði sem safnakennari í Listasafni Gautaborgar og á Norræna vatnslitasafninu á Tjörn í Svíþjóð veturinn 2000 og 2001.
Hún skipulagði samsýninguna “Allt um gyðjuna” að Skeið í Svarfaðadal 2006 og Freyjumyndir samsýning 23 myndlistarmanna víðsvegar um Akureyri 2009 heimasíða: freyjumyndir.blog.is
Í samvinnu við garðyrkjufræðing Akureyrar Jóhann Thorainsen skipulagði hún sýningu og viðburð undir heitinu “Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar” 2010 í Gömlu gróðrarstöðinni, Krókeyri í Innbæ Akureyrar. Það verkefni var valið til kynningar fyrir Íslands hönd í NordMach-ráðstefnunni í Helsinki í október 2011. Ráðstefnan fjallaði um samband listar og atvinnulífs. Það verkefni var endurtekið á 150 ára afmæli Akureyrar sumarið 2012 og stækkað. Verkefnin voru styrkt af Menningarráði Eyþings.
Sýningarferill:
1987 samsýning í kunstzaal Markt 17, Enschede. Holland.
1987 samsýning í gallery De Bank, Enschede. Holland.
1988 samsýning Stichting de Plons, Maastricht. Holland.
1988 einkasýning Gamli Lundur á Akureyri. Island.
1988 samsýning úrvalsnemenda í lokaprófum í hollenskum akademíum, Start 88,
Zeist. Holland.
1988 og 1989, einkasýningar, Jan van Eyck, Maastricht. Holland.
1989 einkasýning, Verio, Maastricht. Holland.
1990 einkasýning Norrænahúsið Reykjavík. Island.
1990 einkasýning Myndlistarskólinn, Akureyri. Island.
1991,1993 og 1996 einkasýningar Hótel Kiðagil, Bárðardalur. Island.
1993 samsýning Deiglan, Listasumar 93,Akureyri. Island.
1994 og 1997 einkasýningar Café Karolina, Akureyri. Island.
1994 samsýning, Sumarsýning í Myndlistarskólanum á Akureyri. Island.
1994 samsýning Sex konur, Deiglan, Listasumar 94, Akureyri. Island.
1994 samsýning Deiglan, Salon 1994, Akureyri. Island.
1995 samsýning Gallerí Gúlp, Reykjavík.Island.
1996 samsýning skipulögð af Hlyni Hallssyni sem hluti af hans verki, sýnt í Bergen í Noregi og í Hannover í Þýskalandi.
1996 einkasýning, Ketilhúsið, Listasumar 96, Akureyri. Island.
1996 samsýning, Englasýning, Deiglan, Akureyri, Hallgrímskirkja í Reykjavík.Island.
1996 samsýning skipulögð af Gunnari Smára, úrval íslenskrar myndlistar, Hafnarhúsið, Reykjavík
1997 samsýningin 50 sinnum 50, Deiglan, Listasumar 1997, Akureyri. Island.
1997 einkasýning, Listasafnið á Akureyri. Island.
1998 einkasýning Nýlistasafnið, Reykjavík. Island.
1998 samsýningin Hausar, Deiglan, Listasumar 98, Akureyri. Island.
1998 samsýningin Krossgötur, Ketilhúsið, Listasumar 1998, Akureyri. Island.
1999 einkasýning Kunstvandring i Skärgården, Brännöskola, Gautaborg. Svíþjóð.
1999 einkasýning Whonrum Kunstrum, Hannover, Þýskalandi.
2000 einkasýning Gallerí +, Listasumar 2000,Akureyri. Island.
2001 samsýning 10 sinnum 10, Ketilhúsið, Akureyri. Island.
2002-2004 samsýningin Ferðafuða, Akureyri, Seyðisfjörður,Vestmannaeyjar, Kjarvalsstaðir. Island.
2003 samsýning, Café Karólína 10 ára, Akureyri. Island.
2004 einkasýning Gallerí Kompan, Portretinsetning ALLA känner ALLA, Akureyri. Island.
2004 einkasýning ASH-gallerí Varmahlíð. Island.
2004-2007 samsýning árlega sem Anna Richards stóð fyrir undir heitinu Alheimshreingjörningur. Akureyri, Island.
2005 einkasýning, Populus Tremula,skipulegg einnig málþing og fyrirlestra um myndlist í tengslum við sýninguna í Deiglunni, Akureyri. Island.
2005 einkasýning Ketilhúsið. Portretinsetning Anna bara Anna og málverkasýningin Svipir, Listasumar Akureyri. Island.
2006 Allt um gyðjuna, skipulegg samsýningu að Skeið í Svarfaðadal, Island
2006 einkasýning Café Karólína, Portretinsetning Hlynur sterkur Hlynur, Listasumar Akureyri Island.
2007 samsýning sem Þórarinn Blöndal stendur fyrir tengt afmæli Jónasar Hallgrímssonar Ketilhúsið, Listasumar Akureyri. Island.
2008 einkasýning JV-Gallery,málverkainsetningin Andlit, Akureyri. Island.
2008 einkasýning Box, Portretinsetningin Arna litrík Arna, Akureyri. Island.
2008 Staðfugl-farfugl, samsýning, Eyjafjörður, Island.
2008 samsýning, Joris og Pálína, Gallerí +, Listasumar á Akureyri, Island
2009 samsýning “Kappar og ofurhetjur” Gallerí Box, 55 þátttakendur Myndlistafélagsins, Akureyri, Island.
2009 einkasýning, Populus Tremula, Listagilinu, Akureyri, Island
2009 samsýning, og einnig skipuleggjandi sýningarinnar Freyjumyndir,. Sýningarstaður víðsvegar um Akureyri.
2010 samsýning. Húsmæður og heimasætur, samsýning unnin með Kristínu Þ. Kjartansdóttur sagnfræðingi að gistiheimilinu Skeiði, Svarfaðadal.
2010 samsýning. Gamla gróðrarstöðin, Innbænum Akureyri, Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar, sýning og viðburður í samstarfi við Jóhann Thorarinsen garðyrkjufræðing.
2010 einkasýning, Gallerí Box/salur myndlistarfélagsins á Akureyri. Akureyrarvaka. Sýningarheiti: Taktur.
2010 samsýning Myndlistarfélagins í menningarhúsinu Hofi við opnun hússins, Akureyri, Island.
2011 Rætur-arfur, einkasýning hluti af fólkvangi Mardallar um menningararf kvenna, í Gallerí+, Brekkugötu 35 Akureyri, Island.
2011 samsýningin Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri, Island.
2011 samsýningin Húsmæður og heimasætur, endurgerð og endanlega fyrirkomið að Skeið í Svarfaðadal, sýningin er unnin með Kristínu Þóru Kjartansdóttur.
2011 samsýning Myndlistarfélagsins í menningarhúsinu Hofi, Akureyri, Island.
2011 Akureyrar Akademían “Obbólítill óður til kjötbollunnar” samsýning með Örnu G. Valsdóttur.
2012 Uppáhald, samsýning í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri, Island
2012 Einkasýning í bókasafni Háskólans á Akureyri, Island.
2012 Einkasýning, Faðirinn, Flóra í Listagilinu á Akureyri, Island.
2012 Einkasýning, Móðurást, í Populus Tremula á Akureyri. Island.
2012 Einkasýning Skólaskilda, Cafe Ugla, Skógum, Fnjóskadal.
2013 Samsýningin Veisla, Salur Myndlistarfélagsins, Listagilinu Akureyri.Island.
2013 Einkasýning,Rými, Kartöflugeymslan hluti af akritektastofunni Kollgátu,, Listagilinu Akureyri. Island.
September 2013 dvöl í gestavinnustofu SÍM í Berlín. Styrkur 30.000 kr. Muggur.
1.október 2013 til 1. júní 2014 (8 mánuðir) Bæjarlistamaður Akureyrar 2013.
Hér er listi yfir allra síðustu sýningar mínar.
2013 Einkasýning. Forfeður/mæður Sím-galleríið/residensían Friedrichhain, Berlin.Þýskaland.
2013 Einkasýning Populus Tremula, Akureyri. Island.
2014 Einkasýning Menningarhús í Prenzlauerberg, Berlin, Þýskaland.
2014 Einkasýning. Ferðalag, Salur Myndlistarfélagsins. Akureyri. Island.
2014 Samsýning. Íslensk samtíðarportrett. Sjónlistamiðstöðin/Listasafnið á Akureyri.
2014 Einkasýning. Norðurátt. Kompan í Alþýðuhúsinu. Siglufirði. Island.
2014 Einkasýning. Populus Tremula. Akureyri. Island.
2015 Björgum heiminum, samsýning Verksmiðjan Hjalteyri.
2015 Nýmálað 1, samsýning Hafnarhúsið Reykjavík.
2015 SÍM-salurinn, Hafnarstræti Reykjavík. Einkasýning.
2015 Kirkjulistavika, safnaðarheimilið, Akureyri. Einkasýning.
2015 Ég sé allt í kringum þig. Samsýning sem Hekla Björt Helgadóttir setti saman í Mjólkurbúðinni, listagalleríi, Akureyri.
2016 Samsýniningin Augun úr, Verksmiðjan Hjalteyri.
2016 Rífa kjaft, sýningarstjórn og þátttaka í kvennasýningu 9 listakvenna frá Íslandi og Berlín í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
2016 Einkasýning “ Á ferð og flugi” í Sal myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri.
2016 Kanill, samsýning SÍMsalnum Hafnarstræti, Reykjavík.
2017 Einkasýning, “Borgarbúar” í galleríinu Mjólkurbúðinni, Listagilinu, Akureyri.
2018 Einkasýning, Þjóð, Hrafnseyri við Arnarfjörð.
2018 Samsýningin Frá Íslandi, Schijndel menningarhús, Hollandi.
2018 Samsýning félagsmanna, Mjólkurbúðinni, (salur Myndlistarfélagsins), Listagilinu. Akureyri.
2018 Samsýning félagsmanna, Rauður þráur beggja vegna, Mjólkurbúðin og Deiglan, Listagilinu á Akureyri.
2019 Einkasýning. Kaktus listagallery og vinnustofur. Akureyri. Island.
2019 Samsýning, Ég hlakka svo til, skipuleggjendur, Prent og vinir, í desember, Ásmundarsalur, Reykjavík.
2020 Samsýning, Barcelona-Akureyri, Mjólkurbúðin, salur Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri.
2021 Einkasýning, Safnasafnið, Svalbarðsströnd, Eyjafirði.